Fyrirsagnalisti

Konunglegar mublur - minningargjöf um hjónin Poul Reumert og Önnu Borg 5.11.2004 - 31.12.2004 Bogasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Sýningin Konunglegar mublur var samstarfsverkefni Leikminjasafns Íslands og Þjóðminjasafnsins. Meginuppistaða sýningarinnar voru glæsihúsgögn, sófi og sex stólar, sem lengi stóðu í búningsherbergi Pouls Reumert í Konunglega leikhúsinu í Kaupmannahöfn. Húsgögnin eru sögð persónuleg gjöf til leikarans frá vini hans Friðriki IX Danakonungi. Hér er því um einstaka muni að ræða.

Lesa meira
 

Gleym mér ei - ljósmyndun og endurminningar 23.10.2004 - 31.12.2004 Myndasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Sýning frá Van Gogh safninu í Amsterdam en sýningarstjóri var hinn þekkti ljósmyndafræðingur og prófessor Geoffrey Batchen.  Á sýningunni var lögð áhersla á mikilvægi ljósmyndarinnar til endurminningar, og hvernig auka má vægi hennar með hlutum tengdum því fólki sem ljósmyndin sýnir, s.s. mannshári og skrauti ýmis konar.

Lesa meira