Eldri sýningar

Hvað er einn litningur á milli vina?

  • 20.4.2006 - 8.5.2006, Veggur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Hvað er einn litningur milli vina? er heitið á sýningu Hörpu Hrund Njálsdóttir sem sýndi fallegar og skemmtilegar ljósmyndir af börnum með Downs heilkenni á Veggnum á 1. hæð, framan við Myndasal Þjóðminjasafnsins.

Börnin heimsóttu Þjóðminjasafnið og voru myndirnar teknar meðan á heimsókn stóð. Sýningin var haldin í tilefni af útgáfu afmælisdagatals til styrktar börnum með Downs heilkenni á vegum Félags áhugafólks um Downs-heilkenni.