Eldri sýningar

Ljósmyndun á Íslandi 1970-1990

  • 19.1.2013 - 26.5.2013

Á sýningunni eru myndir þeirra ljósmyndara sem fjallað er um með beinum hætti í ný útkominni skýrslu Þjóðminjasafns Íslands, Þættir úr sögu ljósmyndunar á Íslandi 1970-1990 eftir Steinar Örn Atlason.

Hefðbundin ljósmyndasaga hefur að mörgu leyti verið bundin listsögulegum viðmiðum en í skýrslunni er leitað annarra leiða til að fjalla um sögu íslenskrar ljósmyndunar og sjónum beint að ólíkum félagslegum sviðum innan greinarinnar: ljósmyndaklúbbum, atvinnu- og áhugamönnum, og ljósmyndasöfnum. Þátttakendur á sýningunni eru fulltrúar ólíkra sviða ljósmyndunar á þessu tímabili, frá stofuljósmyndun til listrænnar ljósmyndunar.
Þeir eru:
Bragi Þ. Jósefsson, Davíð Þorsteinsson, Guðmundur Ö. Ingólfsson, Gunnar V. Andrésson, Hallgerður Arnórsdóttir, Jóhanna Ólafsdóttir, Laufey Helgadóttir, Mats Wibe Lund, Páll Stefánsson, Pjetur Þ. Maack, Ragnar G. Axelsson, Sigríður Bachmann, Sigurgeir Sigurjónsson og Svala Sigurleifsdóttir.

Á sýningunni eru myndir úr safneign Þjóðminjasafnins, Listasafns Íslands og Listasafns Reykjavíkur, en fyrst og fremst úr einkaeigu ljósmyndaranna sjálfra. Margar myndanna hafa verið sýndar áður, hér á landi eða erlendis.