Eldri sýningar

Óþekkt augnablik

  • 12.9.2009 - 10.1.2010, Bogasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Greiningarsýning á ljósmyndum frá tímabilinu 1920-1960 úr Ljósmyndasafni Íslands í Þjóðminjasafni. Leitað er aðstoðar safngesta við greiningu myndefnis.

Óþekkt augnablik er greiningarsýning á ljósmyndum frá tímabilinu um 1900-1960. Á sýningunni er brugðið upp myndum úr sex filmusöfnum úr Ljósmyndasafni Íslands í Þjóðminjasafni. Þær sýna þverskurð af viðfangsefnum ljósmyndaranna og þróun íslensks samfélags á þeirri rúmu hálfu öld sem þær spanna. Jafnframt eru þær gestaþraut þar sem leitað er í smiðju safngesta um þekkingu á því sem myndirnar sýna. Hvar eru myndirnar teknar? Hvaða fólk er á þeim?

Sýningarhöfundur er Inga Lára Baldvinsdóttir.