Fyrirsagnalisti
Með Ísland í farteskinu. Ljósmyndir, úrklippur og munir úr fórum Pike Ward
Englendingurinn Pike Ward var kunnur maður á Íslandi um aldamótin 1900. Hann gerði um tíma út frá Hafnarfirði en ferðaðist einnig um landið og keypti fisk til útflutnings. Pike Ward kenndi Íslendingum að nýta minni fisk og staðgreiddi með peningum sem var nýlunda hér á landi. Smáfiskurinn var við hann kenndur og nefndur Vorðfiskur eða Vorðari.
Lesa meiraLygasögur
Lygasögur er heitið á dagbók Pike Ward, ensks fiskkaupmanns sem í upphafi 20. aldar var nefndur ”frægasti maður Íslands”, en féll í gleymsku skömmu síðar.
Lesa meiraGanýmedes eftir Bertel Thorvaldsen
Einn af kjörgripum Listasafns Íslands er höggmyndin Ganýmedes eftir Bertel Thorvaldsen (1770–1844). Thorvaldsen, sem var af íslenskum ættum, var einn þekktasti listamaður Evrópu um sína daga og talinn einn helsti fulltrúi nýklassíska stílsins í höggmyndalist. Frummyndina að Ganýmedes gerði Thorvaldsen í Róm árið 1804 og er marmaramyndin sem nú er sýnd í Safnahúsinu meðal elstu verka í safneign Listasafns Íslands og eina höggmyndin sem safnið á eftir Thorvaldsen.
Lesa meiraÓravíddir - orðaforðinn í nýju ljósi
Óravíddir – orðaforðinn í nýju ljósi er innsetning á myndrænni birtingu íslensks orðaforða í þrívídd sem unnin er upp úr Íslensku orðaneti eftir Jón Hilmar Jónsson.
Lesa meiraGoðsögn um konu
Agnieszka Sosnowska flutti til Íslands fyrir 13 árum. Ljósmyndir hennar festa á filmu vegferð sem hún hvorki skipulagði né átti von á. Hún ljósmyndar sjálfa sig, nemendur sína, nýja fjölskyldumeðlimi og vini. Innblástur sækir hún til kvenlega kraftsins sem hún upplifir á Íslandi.
Lífið fyrir umbreytinguna
Enn eimir eftir af gamla Íslandi. Ljósmyndir Yrsu Roca Fannberg veita innsýn í líf fólks sem lifir í einstökum samhljómi við dýr og náttúru. Þær sýna lífið í Árneshreppi á Ströndum rétt fyrir umbreytinguna sem virðist vera handan við hornið.
Lesa meiraKirkjur Íslands: Með augum biskups og safnmanna
Guðshús hafa öldum saman verið íburðarmikil hús auk þess að hýsa helstu listgripi þjóða. Þannig var því einnig farið á Íslandi.
Lesa meiraKirkjur Íslands: Skrúði og áhöld. Straumar og stefnur
Eftir nærri tveggja áratuga vinnu við rannsóknir og útgáfu bókaflokksins Kirkjur Íslands, efnir Þjóðminjasafn Íslands til sýningarinnar Skrúði og áhöld. Straumar og stefnur. Ný og einstæð yfirsýn hefur fengist yfir kirkjugripi í friðuðum kirkjum landsins í tengslum við útgáfuna.
Lesa meiraNÆRandi
Á Vegg í Þjóðminjasafni Íslands eru sýndar myndir Heiðu Helgadóttur, ljósmyndara, af trúarlífi í samtíma.
Lesa meiraBókverk
Á þessari sýningu bókverka eru dregin fram áhugaverð dæmi um skapandi prentverk, bókband og tilraunir með form bókarinnar úr safneign Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns.
Lesa meiraKveisustrengurinn
Í handritasafni Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns er að finna 400 ára gamalt dökkt og máð skinnblað með safnmarkið Lbs fragm. 14, sem á eru ritaðar særingar gegn kveisu og gigt. Skinnblaðið er nú til sýnis í Safnahúsinu.
Lesa meiraKirkjur Íslands: Leitin að klaustrunum
Klausturhald á Íslandi hófst með stofnun klausturs í Bæ í Borgarfirði árið 1030. Samtals voru þrettán klaustur stofnuð á fjórtán stöðum á kaþólsku tímaskeiði hérlendis en því síðasta var komið á fót á Skriðuklaustri árið 1493. Klaustrin urðu ásamt biskupsstólunum að umsvifamestu kirkjulegu stofnunum í landinu fram til siðaskipta. Þá var þeim lokað og kaþólsk trú bönnuð með lögum. Klausturhald féll í gleymsku og minjar úr klaustrum týndust.
Lesa meiraDysnes: Heiðnar grafir í nýju ljósi
Úrval gripa sem fundust við rannsóknina á Dysnesi er nú til sýnis í Þjóðminjasafni Íslands.
Lesa meiraSjónarhorn – ferðalag um íslenskan myndheim
Sjónarhorn er grunnsýning á sjónrænum menningararfi Íslendinga en þar eru sýnd verk úr safneign Þjóðminjasafns Íslands, Listasafns Íslands, Náttúruminjasafns Íslands, Þjóðskjalasafns Íslands, Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns og Stofnunar Árna Magnússonar. Þjóðminjasafnið sér um rekstur hússins.
Lesa meira