Fréttir

Minningarorð. Áskell Jónasson bóndi á Þverá í Laxárdal - 22.1.2022

Áskell Jónasson bóndi á Þverá í Laxárdal er borinn til grafar frá Þverárkirkju í dag. Áskell var kær og mikilsmetinn samstarfsmaður og velgjörðarmaður Þjóðminjasafns Íslands. Sú samvinna og vinátta hefur lagt grunn að traustri varðveislu minjanna að Þverá, eins merkasta minjastaðar landsins. 

Lesa meira

Reglugerð 15. janúar til 2. febrúar 2022. - 17.1.2022

Ný reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar er í gildi frá og með 15. janúar og gildir til 2. febrúar 2022.

Lesa meira

Matur er mannsins megin. Matarmenning í þjóðháttasafni. - 14.1.2022

Þriðjudaginn 18. janúar kl. 12 mun Helga Vollertsen sérfræðingur þjóðhátta við Þjóðminjasafn Íslands fjalla um íslenska matarmenningu út frá þeim aragrúa upplýsinga sem þjóðháttasafnið varðveitir. Fyrirlesturinn fer fram í fyrirlestrasal safnsins og í beinu streymi á YouTube rás safnsins.

Lesa meira

Sýningaopnun: Straumnes og Þar sem rósir spruttu í snjó - 11.1.2022

Þjóðminjasafn Íslands býður til opnunar á tveimur ljósmyndasýningum laugardaginn 22. janúar. Straumnes, ljósmyndir eftir Marinó Thorlacius og Þar sem rósir spruttu í snjó, ljósmyndir eftir Vassilis Triantis. Sýningarnar verða opnar gestum frá kl. 10 til 17. Ljósmyndararnir, Marinó Thorlacius og Vassilis Triantis verða á staðnum milli kl. 14 og 16. Við biðjum gesti að virða þær sóttvarnarreglur sem eru í gildi. Verið öll velkomin. 

Lesa meira

Hvað er í matinn? Sjálfbært, heilsusamlegt mataræði - 6.1.2022

Í tilefni af Veganúar 2022 sendir Þjóðminjasafn Íslands í samstarfi við Háskóla Íslands út spurningaskrá sem ber heitið Hvað er í matinn? Sjálfbært, heilsusamlegt mataræði

Lesa meira

Nýtt starfsfólk - 8.12.2021

Í september og október voru fimm störf auglýst hjá Þjóðminjasafni Íslands. Tæplega 300 umsóknir bárust samtals um þessi störf. 

Lesa meira

Nýtt útlit og viðmót í vefverslun safnsins - 7.12.2021

Vefverslun Þjóðminjasafnsins hefur fengið nýtt útlit sem gerir verslunina þægilegri og aðgengilegri fyrir viðskiptavini okkar. Í vefversluninni eru um 300 vörur sem hægt er að skoða bæði eftir flokkum og ýmsum tilefnum. Verslunin er aðgengileg bæði á íslensku og ensku.

Lesa meira

Reglugerð um takmörkun á samkomum í gildi frá og með 12. nóvember og gildir til 8. desember 2021 - 15.11.2021

Í söfnum gilda almennar reglur um 50 manna fjöldatakmörk, 1 metra reglu og grímuskyldu. Þó er heimilt að taka á móti fimm viðskiptavinum til viðbótar á hverja 10 m² en þó aldrei fleirum en 500 að hámarki. Grímuskylda er á safninu. Börn fædd 2006 og síðar eru undanþegin grímuskyldu. Fjöldatakmörkun og nálægðarmörk eiga ekki við um börn sem fædd eru 2016 eða síðar.

Lesa meira

Barnaleiðsögn: Mannamyndir með augum barna - 28.10.2021

Sunnudaginn 7. nóvember kl. 14 verður barnaleiðsögn í Myndasal Þjóðminjasafnsins.

Lesa meira

Samskipti á samfélagsmiðlum: Íslensk tunga og tjákn - 26.10.2021

Þriðjudaginn 16. nóvember kl. 12 flytur Dr. Arnar Eggert Thoroddsen, félagsfræðingur erindi í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins. Fyrirlestrinum verður einnig streymt á YouTube rás safnsins.

Lesa meira