Fréttir

Drasl eða dýrgripir? - 7.6.2022

Í safninu eru nú til sýnis íslenskar umbúðir, sem Andrés Johnson rakari og safnari í Ásbúð í Hafnarfirði hirti. Án hans áhuga á hönnun væri þessi gripaheild ekki til. Sælgæti, tóbak, bón, happdrættismiðar, skömmtunarseðlar og fleira frá því um 1930-60.

Lesa meira

Sýningaopnun: Úr mýri í málm - 25.4.2022

Þjóðminjasafn Íslands býður til opnunar á sýningunni Úr mýri í málm laugardaginn 30. apríl kl. 14. Sýningin er unnin í samstarfi við Hurstwic LLC og Eiríksstaði. Verið öll velkomin.

Lesa meira

Sögur, samvera og sköpun - 13.4.2022

Sóley Ósk Hafberg Elídóttir kennari í Skóla Ísaks Jónssonar og Anna Leif Auðar Elídóttir safnkennari í Þjóðminjasafninu segja frá þemaverkefni nemenda skólans þar sem söfn eru notuð til að koma til móts við fjölbreyttar kennsluaðferðir og nálganir á viðfangsefni í kennslu. Fyrirlesturinn verður í fyrirlestrasal safnsins 26. apríl kl. 12 og í beinu streymi á YouTube.

Lesa meira

Skrifstofur lokaðar 11. apríl - 8.4.2022

Skrifstofur Þjóðminjasafnsins í Vesturvör 16-20 og á Tjarnarvöllum 11 verða lokaðar mánudaginn 11. apríl, vegna starfsdags. 

Lesa meira

Páskar 2022 - 30.3.2022

Verið velkomin á Þjóðminjasafn Íslands í páskafríinu. Safnið er opið alla daga frá kl. 10 - 17 nema á páskadag er opið frá kl. 10 - 14 og lokað annan í páskum. Heimsókn í safnið er skemmtileg og fræðandi fyrir alla fjölskylduna og við bjóðum uppá margs konar leiðir til að upplifa sýningarnar okkar. Ókeypis fyrir börn yngri en 18 ára.

Lesa meira

Ratsjáin á Straumnesfjalli var lítill angi af sögu sem er löngu lokið - og þó ekki - 24.3.2022

Í tilefni af ljósmyndasýningunni Straumnes sem sýnir leifar ratsjárstöðvar bandaríska hersins verður Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra og sérfræðingur í utanríkis- og varnarmálum með hádegisfyrirlestur í Þjóðminjasafninu 1. apríl næstkomandi. Fyrirlesturinn fjallar um öryggismál Íslands í sögu og samtíma og heitir Ratsjáin á Straumnesfjalli var lítill angi af sögu sem er löngu lokið - og þó ekki. Fyrirlestrinum verður einnig í streymi hér á YouTube rás safnsins.

Lesa meira

Fyrirlestrar: Tíska og textíll á víkingaöld - 23.3.2022

Charlotte Rimstad, Ulla Mannering og Eva Andersson Strand, sérfræðingar í víkingaaldar klæðum flytja erindi í fyrirlestrasal safnsins þriðjudaginn 5. apríl kl. 12 - 14. Fyrirlestrarnir eru í samstarfi fyrirlesaranna, Þjóðminjasafn Danmerkur, Kaupmannahafnarháskóla og Þjóðminjasafn Íslands. Fyrirlestrinum verður streymt af YouTube rás safnsins. Fyrirlesturinn er á ensku (english version here).

Lesa meira

Hvað er líkt með herstöð á Straumnesfjalli á Ströndum og gróðurhúsi á Suðurlandi? - 16.3.2022

Ljósmyndararnir Marinó Thorlacius og Vassilis Triantis taka á móti gestum í Myndasal Þjóðminjasafnsins ásamt Ágústu Kristófersdóttur, framkvæmdastjóra safneignar Þjóðminjasafns Íslands. 

Lesa meira

Listamenn á mála, hver verður fyrir valinu og hvers vegna - 10.3.2022

Í tilefni af Ljósmyndahátíð Íslands flytur Sasha Wolf galleristi erindi í Þjóðminjasafni Íslands. Í fyrirlestrinum miðlar Sasha af sinni reynslu að reka gallerý í New York. Hún mun fjalla um verk nokkurra ólíkra listamanna sem hún hefur valið að vinna með, verkefnin sem listamennirnir eru að vinna að og hvað það er í þeirra verkum sem hafði áhrif á að þeir urðu fyrir valinu. Í fyrirlestrinum talar Sasha Wolf einnig um mismunandi ljósmyndahefðir, bókaútgáfu og nálgun hennar við myndlistaheiminn. Fyrirlesturinn fer fram á ensku og verður einnig streymt á YouTube rás safnsins. Aðgangur er ókeypis.

Lesa meira

Yfirlýsing frá safnstjórum norrænu þjóðarsafnanna - 3.3.2022

Vegna hörmunganna í Úkraínu hafa safnstjórar norrænu þjóðarsafnanna sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem innrásin er fordæmd.

Lesa meira