Fréttir

Út fyrir þægindarammann - 29.4.2021

Linda Ásdísardóttir sérfræðingur á Ljósmyndasafni Íslands í Þjóðminjasafni flytur hádegisfyrirlestur 4. maí kl. 12 í fyrirlestrasal safnsins. Linda fjallar um tilurð yfirstandi sýningar og nýútkomna bók, báðar með titilinn „Spessi 1990-2020“. Á sýningu og í bók er farið yfir 30 ára feril samtímaljósmyndarans Spessa, Sigurþórs Hallbjörnssonar. Á fyrirlestrinum verður veitt nánari sýn á verk Spessa sem hefur skapað sér afgerandi stíl í íslenskri ljósmyndun. Val hans og efnistök eru sérstök og hann dregur gjarnan manneskjuna út fyrir þægindarammann sinn.

Lesa meira

Breyting á reglugerð – söfn mega taka á móti helmingi gestafjölda - 27.4.2021

Ný reglugerð um samkomutakmarkanir heimilar söfnum að taka á móti helming af hámarksfjölda móttökugetu hvers safns. 

Lesa meira

Ríkissjóður eykur eignarhluta ríkisins á Keldum - 23.4.2021

Keldur á Rangárvöllum eru einstakur sögustaður og einn af merkustu minjastöðum á Íslands og má ætla að þar hafi orðið byggð stuttu eftir landnám. Á Keldum er varðveitt einstök heild bæjar- og útihúsa frá fyrri tíð og fornleifar elstu byggðar. Til þess að unnt verði að varðveita menningarminjar á Keldum við sem bestar aðstæður, gera þær aðgengilegar almenningi og gera staðinn aðgengilegan gestum, hefur Ríkisstjórn Íslands, að fengnum tillögum Þjóðminjasafns Íslands, ákveðið að auka við eignarhluta ríkisins á Keldum.

Lesa meira

Forvarnir vegna eldgoss - 16.4.2021

Þjóðminjasafn Íslands hefur gefið út leiðbeiningar um forvarnir vegna eldgoss vegna eldsumbrota á Reykjanesskaga. 

Lesa meira

Drekar fortíðar og drekar barnanna - 15.4.2021

Þjóðminjasafn Íslands setur upp sýningu á drekum sem leikskólanemar búa til í sérstakri drekasmiðju í safninu í tilefni af Barnamenningarhátíð.

Lesa meira

Tækniminjasafnið á Seyðisfirði 124 dögum síðar - 14.4.2021

Zuhaitz Akizu forstöðumaður Tækniminjasafnsins á Seyðisfirði og Ágústa Kristófersdóttir framkvæmdastjóri safneignar Þjóðminjasafnsins flytja hádegisfyrirlestur um afleiðingarnar af aurskriðunum sem féllu á Seyðisfjörð í desember 2020 sem hrifu meðal annars með sér stóran hluta Tækniminjasafnins. Fyrirlesturinn fer fram í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins 20. apríl kl. 12.

Lesa meira

Eyri á Eyrarbakka tekið til varðveislu í húsasafni Þjóðminjasafns Íslands - 9.4.2021

Í desember 2020 var gengið frá kaupum ríkissjóðs á Eyri við Eyrargötu 39 A á Eyrarbakka ásamt innbúi öllu til varðveislu í húsasafni Þjóðminjasafns Íslands. 

Lesa meira

Þjóðminjasafn Íslands hlýtur styrk úr Nýsköpunarsjóði námsmanna - 8.4.2021

Safnkennarar Þjóðminjasafnsins sendu inn umsókn um styrk til Nýsköpunarsjóðs námsmanna til þess að ráða nemanda í meistaranámi í kennslufræðum við Listaháskóla Íslands til safnsins í sumar að vinna að verkefni sem snýr að því að þróa, semja og framleiða innihald veflægra fræðslupakka sem safnkennarar hafa hafið vinnu við og ætlaðir eru til kennslu í grunnskólum um allt land.

Lesa meira

Velkomin í Þjóðminjasafnið í páskafríinu - 30.3.2021

Verið velkomin í Þjóðminjasafn Íslands í páskafríinu. Opið er alla dagana nema páskadag og annan í páskum. Það er hægt að njóta sýninganna á fjölbreyttan máta eftir aldri og áhuga. Til dæmis má ganga um grunnsýninguna og spila hljóðleiðsögn fyrir börn og fullorðna í síma. Sérstök hljóðleiðsögn, Regnbogaþráðurinn, fjallar um hinsegin sögu á Íslandi. Leggir og kjálkar, bóndabær með búpeningi og búaliði, myndir til að lita og útskurðarletur til að herma eftir er til taks í fjölskyldurýminu Stofu þar sem einnig eru búningar til að máta og fleira áhugavert til að spjalla um eða leika sér með.

Lesa meira

Nýjar reglur um samkomutakmarkanir. Viðburðahaldi frestað. - 30.3.2021

Í ljósi hertra sóttvarnaraðgerða vegna Covid-19 faraldursins og þeirra samkomutakmarkana sem nú eru í gildi verður hámarksfjöldi gesta í Þjóðminjasafni Íslands 10 manns í hverju hólfi. 

Lesa meira