Fréttir

Badstofa

Guðný og Jósef ólust upp í baðstofunni á Skörðum í Dalasýslu sem nú er á Þjóðminjasafni Íslands - 3.5.2023

Þau systkin, sem eru á tíræðisaldri ólust upp í baðstofunni, en hún var á Skörðum Í Dalasýslu.

Lesa meira
Drykkjarhorn

Safnaþrennan: Vel heppnað verkefni verður námskeið í öllum framhaldsskólum. - 23.3.2023

Hvernig er hægt að vekja áhuga ungs fólks á samfélagi, listum og náttúru í gegnum söfn? Hvernig má nýta safnheimsóknir til að hvetja nemendur til sjálfstæðra vinnubragða og túlkunar?

Lesa meira
Spurningaskrár um áhrif Varnarliðsins á Ísland og Íslendinga

Innan girðingar og utan. Söfnun frásagna um varnarliðið á Miðnesheiði. - 20.3.2023

Byggðasafn Reykjanesbæjar og Þjóðminjasafn Íslands safna frásögnum um varnarliðið á Miðnesheiði og áhrif þess á líf og störf Íslendinga. Markmiðið er að safna heimildum um persónulega upplifun fólks.

Lesa meira
Kynning frá Listaháskólanum í Varsjá um aðferðir forvörslu.

Forvarsla: Kynning frá Listaháskólanum í Varsjá - 14.3.2023

Föstudaginn 17. mars fær Þjóðminjasafn Íslands forverði frá Listaháskólanum í Varsjá í heimsókn. Þeir munu kynna starfsemi forvörsludeildar skólans í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins. Kynningin hefst klukkan 10:00. Allir velkomnir.

Lesa meira
160 ára afmæli Þjóðminjasafnsins

Þjóðminjasafn Íslands er 160 ára. Frítt inn á safnið helgina 24.-26. febrúar, verið velkomin. - 21.2.2023

Boðið verður upp á kökur, leiðsögn, lifandi tónlistarflutning og í Safnbúðinni verður 20% afsláttur af öllum bókum. Velkomin með alla fjölskylduna. 

Lesa meira
1O8A7829-768x512

Styrkur úr safnasjóði: Leyndardómur Valþjófsstaðahurðarinnar - 14.2.2023

Minjasafn Austurlands hlaut í gær styrk í aðalúthlutun safnasjóðs til verkefnis sem Þjóðminjasafnið er samstarfsaðili að. Styrkurinn er veittur til útgáfu þrauta- og leikjaheftis með skapandi verkefnum um Valþjófsstaðahurðina. 

Lesa meira
Hagthenkir-tilnefningar

Nesstofa við Seltjörn tilnefnd til Viðurkenningar Hagþenkis - 10.2.2023

Tíu fræðirit voru tilnefnd til Viðurkenningar Hagþenkis. Nesstofa við Seltjörn var einnig tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki fræðirita. 

Lesa meira

Sérfræðingur við húsasafn Þjóðminjasafns Íslands - 28.9.2022

Auglýst er eftir sérfræðingi við húsasafn Þjóðminjasafns Íslands. Helstu verkefni starfsmanns tengjast viðhaldi á húsum í húsasafni Þjóðminjasafns og innviðauppbyggingu þeim tengdum. Í boði er nýtt og áhugavert starf á kjarnasviði safneignar þar sem hópur sérfræðinga vinnur að faglegu safnastarfi og þjóðminjavörslu, þ.e. söfnun, skráningu, varðveislu, rannsóknum og miðlun safneignar (myndir, munir, þjóðhættir og hús). Aðalstarfsstöð viðkomandi starfsmanns er á Tjarnarvöllum 11 í Hafnarfirði.

Lesa meira

Hallgerðarríma - 27.9.2022

Miðvikudaginn 28. september kl. 15 verður dagskrá helguð Hallgerði Gísladóttur þjóðfræðingi í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins. Þar verða flutt stutt ávörp, kveðskapur og kvæðalög, vísnasöngur o.fl. Kynnt verður fyrirhuguð ný og aukin útgáfa bókar Hallgerðar, Íslensk matarhefð ásamt 10 fræðigreinum. Bókin kom út árið 1999 og hefur lengi verið ófáanleg. Hún er aðalrit Hallgerðar og hlaut hún fyrir bókina viðurkenningu Hagþenkis. Hún var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna þegar hún kom út. Hægt er að panta eintak hér. https://form.123formbuilder.com/6122103. Verið öll velkomin.

Lesa meira

Sýningaropnun: Á elleftu stundu - 8.9.2022

Þjóðminjasafn Íslands býður til opnunar á sýningunni Á elleftu stundu laugardaginn 17. september kl. 14. Adam Grønholm, staðgengill sendiherra hjá danska sendiráðinu opnar sýninguna. Klukkan 13 verður sýningaspjall með þeim Kirsten Simonsen sýningarhöfundi og arkitektunum Poul Nedergaard Jensen og Jens Frederiksen en sá dagskrárliður mun fara fram á dönsku. Verið öll velkomin.

Lesa meira