Fréttir

Lokað vegna veðurs / Closed due to weather

Þjóðminjasafn Íslands verður lokað í dag, 14. febrúar vegna veðurs. // The National Museum is closed today, February 14 due to weather conditions.

Lokað vegna veðurs föstudaginn 14. febrúar til kl. 12

Í ljósi slæmrar veðurspár verður Þjóðminjasafn Íslands og Safnahúsið lokað til kl. 12, föstudaginn 14. febrúar. Við hvetjum alla til að fara varlega og fylgjast með tilkynningum frá Almannavörnum. 

Lesa meira

Jessica Auer er vinningshafi ljósmyndarýni Ljósmyndahátíðar Íslands 2020

Kanadíski ljósmyndarinn Jessica Auer hlaut 400.000 kr. styrk úr minningarsjóði Magnúsar Ólafssonar ljósmyndara (1862-1937). Ljósmyndir Jessicu eru til sýnis á Vegg í Þjóðminjasafni Íslands. Sýningin, Horft til norðurs stendur yfir til 30. ágúst 2020 og er framlag safnsins til Ljósmyndahátíðar Íslands 2020. Við óskum Jessicu innilega til hamingju með styrkinn.

Lesa meira

Útgáfuhóf og leiðsögn: Í Ljósmálinu - Gunnar Pétursson

Á sunnudaginn 16. febrúar fögnum við útgáfu bókarinnar Í ljósmálinu – Gunnar Pétursson í Myndasal þar sem stendur yfir samnefnd ljósmyndasýning. Reykvíkingurinn og áhugaljósmyndarinn Gunnar Pétursson (1928-2012) átti nokkuð einstakan feril. Hann tók mannlífsmyndir á 6. áratugnum en ferða- og náttúrumyndir eiga hjarta hans síðar á ævinni. Safn ljósmynda Gunnars frá ólíkum tímaskeiðum er að finna í bókinni og sýnir vel hve hugfanginn Gunnar var af hinu óhlutbundna, tilraunakennda og formfagra.

Lesa meira

Þjóðminjasafnið í hópi þeirra bestu

Þjóðminjasafn Íslands er í flokki tíu bestu safna í höfuðborgum Evrópu, samkvæmt nýlegri úttekt breska blaðsins The Guardian.

Lesa meira

Þjóðminjasafn Íslands hlýtur Jafnlaunavottun

Þjóðminjasafn Íslands hefur hlotið jafnlaunavottun frá vottunarstofunni iCert, sem er staðfesting á því að jafnlaunakerfi safnsins uppfyllir öll skilyrði jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012. Með innleiðingu jafnlaunakerfis sem nær til allra starfsmanna safnsins hefur verið komið upp stjórnunarkerfi sem tryggir að málsmeðferð og ákvarðanir í launamálum byggjast á málefnalegum sjónarmiðum sem fela ekki í sér kynbundna mismunun. 

Lesa meira

Leiðsögn um útskurð

Sunnudaginn 19. janúar kl. 14 leiðir Helga Vollertsen, sérfræðingur í Munasafni gesti um grunnsýningu safnsins.

Lesa meira

Meðhöndlun forngripa á heimilum

Þriðjudaginn 14. janúar kl. 12 flytja Sandra Sif Einarsdóttir og Sigríður Þorgeirsdóttir forverðir á Þjóðminjasafni Íslands erindi í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands.

Lesa meira

Þjóðminjasafn Íslands lokað kl. 14 vegna slæmrar veðurspár

Þjóðminjasafn Íslands verður lokað frá kl. 14 í dag, þriðjudaginn 10. desember vegna slæmrar veðurspár. / The National Museum of Iceland will be closed at 2.pm today, December 10th due to a bad weather forecast.

Varðveislu- og rannsóknamiðstöð Þjóðminjasafns formlega vígð

Varðveislu- og rannsóknamiðstöð Þjóðminjasafns Íslands var formlega vígð fimmtudaginn 5. desember síðastliðinn. Í miðstöðinni, sem er staðsett að Tjarnarvöllum 11 í Hafnarfirði, eru varðveittar þjóðminjar við kjöraðstæður. 

Lesa meira