Fréttir

Starfsfólk Þjóðminjasafns Íslands tekur vel á móti fjölskyldum í vetrarfríi - 13.10.2021

Heimsókn í Þjóðminjasafnið er skemmtileg og fræðandi fyrir alla fjölskylduna og við bjóðum uppá margs konar leiðir til að upplifa sýningarnar okkar. 

Lesa meira

Krýsuvíkurkirkja fær heiðursverðlaunin 2021 - 28.9.2021

Fjöldi viðurkenninga fyrir snyrtileika var veittur við hátíðlega athöfn í Hafnarfirði þann 23. september síðastliðinn. Heiðursverðlaunin hlaut Krýsuvíkurkirkja sem var endursmíðuð í upprunalegri mynd og komið fyrir á sínum stað í október 2020. 

Lesa meira

Sérfræðingur í miðlun menningarsögu - 24.9.2021

Þjóðminjasafn Íslands auglýsir laust til umsóknar starf sérfræðings í miðlun menningarsögu. Leitað er eftir öflugum einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á menningarsögu, miðlun, ritstjórn og textavinnu.

Í boði er nýtt og áhugavert starf á kjarnasviði safneignar þar sem hópur sérfræðinga vinnur að faglegu safnastarfi og þjóðminjavörslu, þ.e. söfnun, skráningu, varðveislu, rannsóknum og miðlun safneignar (myndir, munir, þjóðhættir og hús). Aðalstarfsstöð viðkomandi starfsmanns er á Tjarnarvöllum 11 í Hafnarfirði. 

Lesa meira

Samskiptastjóri - 24.9.2021

Þjóðminjasafn Íslands auglýsir laust til umsóknar starf samskiptastjóra. Leitað er eftir öflugum einstaklingi sem býr yfir frumkvæði, metnaði og áhuga til að stýra markaðs- og kynningarmálum Þjóðminjasafns Íslands.

Samskiptastjóri tilheyrir fjármála- og þjónustusviði með starfsstöð á Suðurgötu 41, Reykjavík. Fjármála- og þjónustusvið hefur umsjón með fræðslu og miðlun á menningartengdu efni. Sérfræðingar sviðsins sjá meðal annars um fræðslu fyrir skólahópa, ferðafólk, almenna gesti, skipulagningu viðburða, umsjón með vef- og samfélagsmiðlum og markaðs- og kynningarmálum.

Lesa meira

Sérfræðingur í skráningu - 24.9.2021

Þjóðminjasafn Íslands auglýsir laust til umsóknar starf sérfræðings í skráningu. Leitað er eftir öflugum einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á safnastarfi og menningarsögu.

Í boði er nýtt og áhugavert starf á kjarnasviði safneignar þar sem hópur sérfræðinga vinnur að faglegu safnastarfi og þjóðminjavörslu, þ.e. söfnun, skráningu, varðveislu, rannsóknum og miðlun safnkosts. Aðalstarfsstöð viðkomandi starfsmanns er á Tjarnarvöllum 11 í Hafnarfirði. 

Lesa meira

Barnaleiðsögn: Saga úr jörðu. Hofstaðir í Mývatnssveit - 23.9.2021

Hvernig vitum við það sem vitað er um lífið í gamla daga? Þú getur kynnst fólkinu á Hofstöðum, og hvernig fornleifafræðingar hafa komist að ýmsu um líf þess og aðstæður, á sýningunni Saga úr jörðu í Bogasal Þjóðminjasafnsins. Leiðsögnin er á dagskrá sunnudaginn 3. október kl. 14.

Lesa meira

Sýningaropnun: Mannamyndasafnið - 22.9.2021

Þjóðminjasafn Íslands býður til opnunar á ljósmyndasýningu laugardaginn 2. október kl. 14. Verið öll velkomin.

Lesa meira

Stagbætt, spengt og stoppað í göt - 16.9.2021

Þriðjudaginn 21. september kl. 12 fjallar Anna Leif Auðar Elídóttir safnkennari Þjóðminjasafnsins um gripi úr eigu safnins sem auðsjáanlega eru bættir og viðgerðir. Fyrirlestrinum verður einnig streymt á YouTube.

Lesa meira

Háskóli Íslands og Þjóðminjasafnið halda áfram öflugu samstarfi - 13.9.2021

Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, og Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður undirrituðu í sumar nýjan samstarfssamning milli stofnananna um kennslu, starfsþjálfun, rannsóknir og miðlun.

Lesa meira
Spessi3

Spessi 1990 – 2020. Síðasta sýningarhelgi 11. – 12. september. - 8.9.2021

Yfirlitssýning á verkum samtímaljósmyndarans Spessa, sem staðið hefur yfir í Myndasal Þjóðminjasafnsins frá 27. mars sl. og átti að ljúka í lok ágúst, hefur verið framlengd til 12. september.

Lesa meira