Fréttir

Kistur biskupa opnaðar - 2.7.2021

Meira en 250 ára gömul bein, hár og aðrar jarðneskar leifar Guðríðar Gísladóttur biskupsfrúar voru tekin upp úr lítilli kistu í Þjóðminjasafninu í gær, fimmtudaginn 1. júlí.

Lesa meira

Tónleikar og leiðsögn til heiðurs Jóni Múla - 21.6.2021

Sunnudaginn 27. júní milli klukkan 14 og 15 verða tónleikar og stutt leiðsögn í Myndasal Þjóðminjasafns Íslands í tengslum við yfirlitssýninguna Spessi 1990 – 2020. Á sýningunni er meðal annars ljósmynd Spessa af Jóni Múla. Myndin tengist samstarfi Spessa og Óskars Guðjóns saxófónleikara sem hófst 2002 þegar Óskar bað Spessa að vinna með sér að því að myndskreyta hljómdisk með lögum Jóns Múla í framsæknum jassútsetningum, sem Óskar var að gera með jasshljómsveitinni Delerað. Ákveðið var að Jón Múli myndi prýða framhlið disksins. Spessi mun segja söguna á bak við myndina og síðan munu Óskar Guðjóns og Eyþór Gunnarsson leika lög Jóns Múla. Þess má geta að Jón Múli hefði orðið 100 ára í ár.

Lesa meira
H3

Háma kaffihús opnar í Þjóðminjasafni Íslands - 7.6.2021

Háma hefur nú opnað kaffihús í Þjóðminjasafni Íslands. Háma býður fjölbreytt úrval af mat og drykk við allra hæfi á lágmarksverði. 

Lesa meira

Þjóðminjasafn Íslands hlýtur styrk úr Barnamenningarsjóði - 31.5.2021

Þjóðminjasafn Íslands fær styrk úr Barnamenningarsjóði til þess að standa straum af valdeflandi sumarnámskeiði fyrir börn í viðkvæmri stöðu. Krökkunum er boðið til nærandi samveru þar sem sköpun, upplifun og uppgötvun ræður för.

Lesa meira

Doktorsvörn í fornleifafræði: Joe Wallace Walser III - 21.5.2021

Fimmtudaginn 20. maí fór fram doktorsvörn við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands. Joe Wallace Walser III, sérfræðingur í Þjóðminjasafni, varði þar doktorsritgerð sína í fornleifafræði, Hidden dangers? An investigation of volcanic and environmental impacts on human health and life in historical Iceland. Joe lauk BA-prófi í mannfræði við Temple University í Philadelphiu og MSc-prófi í fornmeinafræði við Durham University í Bretlandi. Við óskum Joe innilega til hamingju með árangurinn.

Lesa meira

Alþjóðlegi safnadagurinn 2021 - 18.5.2021

Söfn um allan heim fagna Alþjóðlega safnadeginum þann 18. maí. Markmið alþjóðlega safnadagsins er að kynna og efla safnastarf í heiminum. Árlega velur ICOM (International Council of Museums) þema sem tengist málefnum sem eru ofarlega á baugi hverju sinni og fólki hugleikin.

Lesa meira

Fyrirlestur: Hvernig hefur Safnastefna á sviði menningarminja nýst söfnum í landinu? - 12.5.2021

Safnastefna á sviði menningarminja var gefin út árið 2017 af Þjóðminjasafni Íslands. Stefnunni er ætlað að vera leiðarljós fyrir starfsemi menningarminjasafna í landinu og stuðla að fagmennsku og framgangi safnastarfs.

Lesa meira

Út fyrir þægindarammann - 29.4.2021

Linda Ásdísardóttir sérfræðingur á Ljósmyndasafni Íslands í Þjóðminjasafni flytur hádegisfyrirlestur 4. maí kl. 12 í fyrirlestrasal safnsins. Linda fjallar um tilurð yfirstandi sýningar og nýútkomna bók, báðar með titilinn „Spessi 1990-2020“. Á sýningu og í bók er farið yfir 30 ára feril samtímaljósmyndarans Spessa, Sigurþórs Hallbjörnssonar. Á fyrirlestrinum verður veitt nánari sýn á verk Spessa sem hefur skapað sér afgerandi stíl í íslenskri ljósmyndun. Val hans og efnistök eru sérstök og hann dregur gjarnan manneskjuna út fyrir þægindarammann sinn.

Lesa meira

Breyting á reglugerð – söfn mega taka á móti helmingi gestafjölda - 27.4.2021

Ný reglugerð um samkomutakmarkanir heimilar söfnum að taka á móti helming af hámarksfjölda móttökugetu hvers safns. 

Lesa meira

Ríkissjóður eykur eignarhluta ríkisins á Keldum - 23.4.2021

Keldur á Rangárvöllum eru einstakur sögustaður og einn af merkustu minjastöðum á Íslands og má ætla að þar hafi orðið byggð stuttu eftir landnám. Á Keldum er varðveitt einstök heild bæjar- og útihúsa frá fyrri tíð og fornleifar elstu byggðar. Til þess að unnt verði að varðveita menningarminjar á Keldum við sem bestar aðstæður, gera þær aðgengilegar almenningi og gera staðinn aðgengilegan gestum, hefur Ríkisstjórn Íslands, að fengnum tillögum Þjóðminjasafns Íslands, ákveðið að auka við eignarhluta ríkisins á Keldum.

Lesa meira