Fréttir

Samferða í sumar

Safnkostur Þjóðminjasafnsins er gestum til fróðleiks, skemmtunar og örvunar. Heimsókn í safnið er því skemmtileg og fræðandi fyrir alla fjölskylduna. Í sumar bjóðum við gestum margs konar leiðir til að upplifa sýningar safnsins og íslenska sögu. 

Lesa meira

Kaflaskil hjá Þjóðminjasafni í varðveislu fágætra fornmuna

Þjóðminjasafnið fékk safnaverðlaunin fyrir nýtt varðveislu- og rannsóknarsetur á Tjarnarvöllum. Þjóðminjavörður segir setrið marka kaflaskil því áður hafi gripir verið geymdir við óboðleg skilyrði. Segja má að aðstaðan sé eins konar hátæknisjúkrahús fyrir fornminjar, þar sem hita- og rakastigi er stýrt.

Lesa meira

Þjóðminjasafn Íslands valið best safna hjá Grapevine

Þjóðminjasafn Íslands var valið besta safnið hjá Grapevine árið 2020 og Safnahúsið fylgdi þar á eftir í öðru sæti.

Lesa meira

Innskönnun og skráning ljósmynda - sumarstörf fyrir námsmenn.

Ljósmyndasafn Íslands er staðsett að Vesturvör 16-20, Kópavogi. Hlutverk safnsins er að safna, skrá og varðveita ljósmyndir, glerplötur, filmur, skyggnur og önnur gögn er tengjast ljósmyndum.

Lesa meira

Sumarstörf fyrir námsmenn á Keldum á Rangárvöllum

Þjóðminjasafn Íslands óskar eftir að ráða tvo samhenta einstaklinga til að annast gæslu og móttöku ferðamanna í gamla bænum á Keldum á Rangárvöllum. Bærinn verður opinn daglega frá 15. júní til 16. ágúst 2020 frá kl 10:00 til 17:00.

Lesa meira

Þjóðminjasafn Íslands hlýtur íslensku safnaverðlaunin árið 2020

Þjóðminjasafn Íslands hlýtur íslensku safnaverðlaunin árið 2020 fyrir Varðveislu- og rannsóknamiðstöðvar safnsins að Tjarnarvöllum í Hafnarfirði og Vesturvör í Kópavogi og útgáfu vefritsins Handbók um varðveislu safnkosts.

Lesa meira

Alþjóðlegi safnadagurinn á Þjóðminjasafni Íslands

Söfn um allan heim fagna Alþjóðlega safnadeginum í dag þann 18. maí. Markmið alþjóðlega safnadagsins er að kynna og efla safnastarf í heiminum. Á hverju ári velur ICOM þema fyrir daginn og í ár er yfirskrift dagsins „Söfn eru jöfn. Fjölbreytni og þátttaka allra 2020“.

Lesa meira

Hátæknispítali fyrir fornminjar

Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður hvetur fjölskyldur til að koma sem oftast saman í Þjóðminjasafnið, til að grúska, leika og njóta. Safnið er tilnefnt til Íslensku safnaverðlaunanna.

Lesa meira

Forseti nýrra tíma á sýningu í Þjóðminjasafninu

"Vigdís er sterk fyrirmynd heilu kynslóðanna og sem forseti var hún brautryðjandi nýrra viðhorfa. Tengdi fortíð, líðandi stund og framtíðina í athöfnum sínum og ávörpum, sem gjarnan fjölluðu um menningu, mannlíf og náttúru. Þau efni eru leiðarstef svo margs í dag og að því leyti var Vigdís brautryðjandi og á undan sinni samtíð. Þjóðleg og heimsborgari í senn,“ segir Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður í viðtali við Morgunblaðið.

Lesa meira

Vigdís, forseti nýrra tíma

Á Torginu í Þjóðminjasafni má nú sjá ljósmyndasýninguna Vigdís, forseti nýrra tíma sem er tileinkuð Vigdísi Finnbogadóttur fyrrum forseta. Í ár fagnaði Vigdís 90 ára afmæli en einnig eru liðin 40 ár frá sögulegu kjöri hennar sem forseti. Vigdís gegndi embætti forseta í 16 ár frá 1980 til 1996.

Lesa meira