Fréttir

Innskönnun og skráning ljósmynda - sumarstörf fyrir námsmenn. - 26.5.2020

Ljósmyndasafn Íslands er staðsett að Vesturvör 16-20, Kópavogi. Hlutverk safnsins er að safna, skrá og varðveita ljósmyndir, glerplötur, filmur, skyggnur og önnur gögn er tengjast ljósmyndum.

Lesa meira

Sumarstörf fyrir námsmenn á Keldum á Rangárvöllum - 26.5.2020

Þjóðminjasafn Íslands óskar eftir að ráða tvo samhenta einstaklinga til að annast gæslu og móttöku ferðamanna í gamla bænum á Keldum á Rangárvöllum. Bærinn verður opinn daglega frá 15. júní til 16. ágúst 2020 frá kl 10:00 til 17:00.

Lesa meira

Þjóðminjasafn Íslands hlýtur íslensku safnaverðlaunin árið 2020 - 19.5.2020

Þjóðminjasafn Íslands hlýtur íslensku safnaverðlaunin árið 2020 fyrir Varðveislu- og rannsóknamiðstöðvar safnsins að Tjarnarvöllum í Hafnarfirði og Vesturvör í Kópavogi og útgáfu vefritsins Handbók um varðveislu safnkosts.

Lesa meira

Alþjóðlegi safnadagurinn á Þjóðminjasafni Íslands - 18.5.2020

Söfn um allan heim fagna Alþjóðlega safnadeginum í dag þann 18. maí. Markmið alþjóðlega safnadagsins er að kynna og efla safnastarf í heiminum. Á hverju ári velur ICOM þema fyrir daginn og í ár er yfirskrift dagsins „Söfn eru jöfn. Fjölbreytni og þátttaka allra 2020“.

Lesa meira

Hátæknispítali fyrir fornminjar - 18.5.2020

Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður hvetur fjölskyldur til að koma sem oftast saman í Þjóðminjasafnið, til að grúska, leika og njóta. Safnið er tilnefnt til Íslensku safnaverðlaunanna.

Lesa meira

Forseti nýrra tíma á sýningu í Þjóðminjasafninu - 15.5.2020

"Vigdís er sterk fyrirmynd heilu kynslóðanna og sem forseti var hún brautryðjandi nýrra viðhorfa. Tengdi fortíð, líðandi stund og framtíðina í athöfnum sínum og ávörpum, sem gjarnan fjölluðu um menningu, mannlíf og náttúru. Þau efni eru leiðarstef svo margs í dag og að því leyti var Vigdís brautryðjandi og á undan sinni samtíð. Þjóðleg og heimsborgari í senn,“ segir Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður í viðtali við Morgunblaðið.

Lesa meira

Vigdís, forseti nýrra tíma - 13.5.2020

Á Torginu í Þjóðminjasafni má nú sjá ljósmyndasýninguna Vigdís, forseti nýrra tíma sem er tileinkuð Vigdísi Finnbogadóttur fyrrum forseta. Í ár fagnaði Vigdís 90 ára afmæli en einnig eru liðin 40 ár frá sögulegu kjöri hennar sem forseti. Vigdís gegndi embætti forseta í 16 ár frá 1980 til 1996.

Lesa meira

Verk huldumanns afhjúpuð - 13.5.2020

Laugardaginn 9. maí var birt umfjöllun í Morgunblaðinu um sýninguna Í Ljósmálinu, verk eftir áhugaljósmyndarann Gunnar Pétursson.

Lesa meira

Þjóðminjasafn Íslands tilnefnt til íslensku safnaverðlaunanna 2020 - 8.5.2020

Íslensku safnaverðlaunin 2020 verða afhent í Safnahúsinu við Hverfisgötu mánudaginn 18. maí næstkomandi. Þjóðminjasafn Íslands hlýtur tilnefningu fyrir Varðveislu- og rannsóknamiðstöðvar safnsins að Tjarnarvöllum í Hafnarfirði og Vesturvör í Kópavogi og útgáfu vefritsins Handbók um varðveislu safnkosts.

Lesa meira

Frítt inn á safnið til og með 18. maí - 7.5.2020

Þjóðminjasafn Íslands býður öllum gestum frítt inn á safnið til og með 18. maí. Vegna gatnaframkvæmda er aðkoma bíla frá Suðurgötu lokuð. Við bendum gestum á hjáleið um Sturlugötu og bílastæði við Hringbraut, gegnt bóksölu stúdenta.

Lesa meira