Fréttir

17.000 gripir frá Viðeyjarrannsókninni afhentir Þjóðminjasafninu

Eitt af lögbundnu hlutverki Þjóðminjasafns Íslands er að taka á móti og varðveita gögn úr leyfisskildum fornleifarannsóknum. Á síðasta ári tók Þjóðminjasafn Íslands til dæmis við gripum og gögnum úr 40 fornleifarannsóknum og varðveitir safnið um það bil 200.000 jarðfundna gripi. 

Lesa meira

Vorfundur höfuðsafna 2020

Árlegur Vorfundur höfuðsafnanna þriggja, Þjóðminjasafns Íslands, Listasafns Íslands og Náttúruminjasafns Íslands, var haldinn fimmtudaginn 17. september síðastliðinn. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra ávarpaði fundinn. Aðalefni fundarins sneri að stefnumótun á sviði safnastarfs og áhrifum kórónuveirunnar á safnastarf á Íslandi. Áhugaverð erindi voru flutt og gagnleg umræða átti sér stað um efni fundarins. Fundinum var streymt í gegnum Teams en einnig gafst gestum kostur á að hlýða á erindin í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins. Upptöku af fundinum má nálgast hér.

Lesa meira

Samferða í söfnin

Í sumar buðust gestum margs konar leiðir til að upplifa sýningar safnsins og sögu þjóðarinnar. Börn og fjölskyldur voru sérstaklega boðin velkomin á safnið með fjölbreyttri dagskrá undir handleiðslu safnkennara. 

Lesa meira

Sýningaopnun: Teiknað fyrir þjóðina og Tónlist, dans og tíska

Laugardaginn 12. september verða opnaðar tvær nýjar sýningar í Þjóðminjasafni Íslands. Teiknað fyrir þjóðina. Myndheimur Halldórs Péturssonar og Tónlist, dans og tíska, ljósmyndir eftir Vigfús Sigurgeirsson. Vegna aðstæðna verður ekki formleg opnun heldur bjóðum við gestum ókeypis aðgang á fyrsta degi sýninganna. Verið öll velkomin.

Lesa meira

Stefnumót við ljósmyndara

Ljósmyndararnir Jessica Auer og Ívar Brynjólfsson bjóða gestum uppá leiðsagnir um ljósmyndasýningar safnsins kl. 14.00 laugardaginn 29. ágúst. Jessica mun veita leiðsögn og ræða um ljósmyndasýningu sína Horft til norðurs og Ívar mun í kjölfarið fara með gesti um sýningu Gunnars Péturssonar, Í ljósmálinu

Lesa meira

Sölvi Helgason

Alþýðulistamaðurinn, flakkarinn, heimspekingurinn og sérvitringurinn Sölvi Helgason (Sólon Íslandus) fæddist í Skagafirði fyrir 200 árum, þann 16. ágúst 1820. Í Þjóðminjasafni Íslands er varðveitt stærsta safn verka eftir hann og í tilefni þessara tímamóta opnar nú vefsýning á verkum Sölva í menningarsögulega gagnagrunninum Sarpi.  Sýningarstjóri er Freyja Hlíðkvist Ómarsdóttir Sesseljudóttir 

Lesa meira

Þjóðminjasafn Íslands safnar frásögnum um ísbirni

„Ísbjarnarsögur“ er heiti á nýrri spurningaskrá sem Þjóðminjasafn Íslands sendir út um þessar mundir. Tilgangurinn með henni er að safna minningum fólks um ísbirni með áherslu á að rannsaka ferðir þeirra til Íslands í sögulegu og samtímalegu samhengi. Spurningaskráin er hluti af þriggja ára rannsóknarverkefni sem unnið er í samstarfi íslenskra og alþjóðlegra háskóla og safna. Það er styrkt af Rannsóknasjóði Rannís 2019-2021.

Lesa meira

Samferða í sumar

Safnkostur Þjóðminjasafnsins er gestum til fróðleiks, skemmtunar og örvunar. Heimsókn í safnið er því skemmtileg og fræðandi fyrir alla fjölskylduna. Í sumar bjóðum við gestum margs konar leiðir til að upplifa sýningar safnsins og íslenska sögu. 

Lesa meira

Kaflaskil hjá Þjóðminjasafni í varðveislu fágætra fornmuna

Þjóðminjasafnið fékk safnaverðlaunin fyrir nýtt varðveislu- og rannsóknarsetur á Tjarnarvöllum. Þjóðminjavörður segir setrið marka kaflaskil því áður hafi gripir verið geymdir við óboðleg skilyrði. Segja má að aðstaðan sé eins konar hátæknisjúkrahús fyrir fornminjar, þar sem hita- og rakastigi er stýrt.

Lesa meira

Þjóðminjasafn Íslands valið best safna hjá Grapevine

Þjóðminjasafn Íslands var valið besta safnið hjá Grapevine árið 2020 og Safnahúsið fylgdi þar á eftir í öðru sæti.

Lesa meira