Fréttir

Fyrirlestur: Hvað er merkilegt við Íslandsmyndir Pike Ward?

Þriðjudaginn 1. október flytur Inga Lára Baldvinsdóttir sviðstjóri Ljósmyndasafns Íslands í Þjóðminjasafni erindi í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands. Fyrirlesturinn hefst kl. 12 og er öllum opinn.

Lesa meira

Fyrirlestur: Kirkjusöngurinn á 18. og 19. öld

Þriðjudaginn 17. september flytur Dr. Bjarki Sveinbjörnsson erindi í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands. Fyrirlesturinn hefst kl. 12 og er öllum opinn. 

Lesa meira

Döff barnaleiðsögn

Í tilefni af alþjóðlegri baráttuviku döff 23. – 29. september býður Þjóðminjasafnið döff barnaleiðsögn sunnudaginn 29. september kl. 14.

Lesa meira

Sýningaopnun: Með Ísland í farteskinu og Lygasögur

Þjóðminjasafn Íslands býður til opnunar á tveimur sýningum í Myndasal og á Vegg. Verið öll velkomin.

Lesa meira

Leiðsögn: Kirkjur Íslands

Þann 15. september kl. 14 leiðir Lilja Árnadóttir sviðsstjóri munasafns í Þjóðminjasafni Íslands gesti um sýninguna Kirkjur Íslands: Skrúði og áhöld. Straumar og stefnur, sem efnt var til í tilefni þess að útgáfu bókaflokksins Kirkjur Íslands í 31 bindi lauk á seinasta ári. 

Lesa meira

Bókhlaðan í Flatey í umsjón Þjóðminjasafns Íslands

Laugardaginn 17 ágúst síðastliðinn tók Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra við bókhlöðunni í Flatey að gjöf fyrir hönd Ríkssjóðs frá Reykhólahreppi við athöfn í bókhlöðunni. Síðan fól mennta- og menningarmálaráðherra þjóðminjaverði bókhlöðuna til varðveislu í húsasafni Þjóðminjasafns Íslands.

Lesa meira

Hinsegin dagar í Þjóðminjasafni Íslands

Hinsegin dagar eru á næsta leyti og í ár verða sérstakir fræðsluviðburðir Hinsegin daga  haldnir í samstarfi við Þjóðminjasafn Íslands.

Lesa meira

Rannsókn á viðhorfi almennings til torfhúsa

Þjóðminjasafn Íslands sendir nú út spurningaskrá um viðhorf almennings til torfhúsa og er henni ætlað að leiða í ljós hvaða sess torfhús skipa í hversdagslífi þjóðarinnar, minjavernd, fræðslu og ferðaþjónustu og hvort Íslendingar vilji vernda og nýta þannig hús með öðrum hætti en nú er gert. Með hugtakinu torfhús er átt við hús sem að meira eða minna leyti eru hlaðin úr torfi og grjóti.

Lesa meira

Opnun Stofu 17. júní

Á þjóðhátíðardaginn 17. júní opnaði Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, barna og fjölskyldurýmið Stofuna. Stofa er nýtt rými fyrir börn og fjölskyldur, skólahópa og alla forvitna gesti.

Lesa meira

Barnadagskrá á 17. júní

Í tilefni 75 ára afmælis lýðveldisins 17. júní kl. 14 opnar Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, barna og fjölskyldurýmið Stofuna í Þjóðminjasafni Íslands.

Lesa meira