Fréttir

Þjóðminjasafn Íslands er lokað á meðan samkomubann stendur yfir - 24.3.2020

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið, í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis, að takmarka samkomur enn frekar vegna hraðari útbreiðslu COVID-19 í samfélaginu frá og með 24. mars. Í ljósi þess lokar Þjóðminjasafn Íslands og Safnahúsið við Hverfisgötu þar til samkomubanni hefur verið aflétt eða breytt.

Lesa meira

Skrifstofur safnsins lokaðar fyrir heimsóknir - 19.3.2020

Varðveislu- og rannsóknamiðstöð Þjóðminjasafns Íslands, Tjarnarvöllum 11 er lokuð gestum um óákveðinn tíma vegna COVID -19. Þá er skrifstofa Ljósmyndasafns Íslands að Vesturvör 16-20 einnig lokuð almenningi af sömu ástæðum.

Lesa meira

Þjóðminjasafn Íslands heldur óbreyttum opnunartíma meðan á samkomubanni stendur - 17.3.2020

Þjóðminjasafn Íslands heldur óbreyttum opnunartíma meðan á samkomubanni stendur. Hámarksfjöldi gesta á safninu miðast við 100 manns að hverju sinni og þess gætt að gestir haldi hæfilegri fjarlægð sín á milli (2 metrar). Samkomubannið gildir frá miðnætti 15. mars til og með 13. apríl.

Lesa meira

Ráðstefna: Börn í forgrunni - 21.2.2020

Samstarfsverkefni Listasafns Íslands og Þjóðminjasafns Íslands Menntun barna í söfnum býður þér á ráðstefnuna: Börn í forgrunni - um öflugt barnastarf í söfnum fimmtudaginn 3. mars kl. 13:00-17:00 í Safnahúsinu við Hverfisgötu. 

Lesa meira

Lokað vegna veðurs / Closed due to weather - 14.2.2020

Þjóðminjasafn Íslands verður lokað í dag, 14. febrúar vegna veðurs. // The National Museum is closed today, February 14 due to weather conditions.

Lokað vegna veðurs föstudaginn 14. febrúar til kl. 12 - 13.2.2020

Í ljósi slæmrar veðurspár verður Þjóðminjasafn Íslands og Safnahúsið lokað til kl. 12, föstudaginn 14. febrúar. Við hvetjum alla til að fara varlega og fylgjast með tilkynningum frá Almannavörnum. 

Lesa meira

Sýningaropnun: Saga úr jörðu. Hofstaðir í Mývatnssveit - 13.2.2020

Þjóðminjasafn Íslands býður þér að vera við opnun sýningarinnar
Saga úr jörðu. Hofstaðir í Mývatnssveit. Sýningin er unnin í samstarfi við Fornleifastofnun Íslands.

Lesa meira

Jessica Auer er vinningshafi ljósmyndarýni Ljósmyndahátíðar Íslands 2020 - 24.1.2020

Kanadíski ljósmyndarinn Jessica Auer hlaut 400.000 kr. styrk úr minningarsjóði Magnúsar Ólafssonar ljósmyndara (1862-1937). Ljósmyndir Jessicu eru til sýnis á Vegg í Þjóðminjasafni Íslands. Sýningin, Horft til norðurs stendur yfir til 30. ágúst 2020 og er framlag safnsins til Ljósmyndahátíðar Íslands 2020. Við óskum Jessicu innilega til hamingju með styrkinn.

Lesa meira

Útgáfuhóf og leiðsögn: Í Ljósmálinu - Gunnar Pétursson - 22.1.2020

Á sunnudaginn 16. febrúar fögnum við útgáfu bókarinnar Í ljósmálinu – Gunnar Pétursson í Myndasal þar sem stendur yfir samnefnd ljósmyndasýning. Reykvíkingurinn og áhugaljósmyndarinn Gunnar Pétursson (1928-2012) átti nokkuð einstakan feril. Hann tók mannlífsmyndir á 6. áratugnum en ferða- og náttúrumyndir eiga hjarta hans síðar á ævinni. Safn ljósmynda Gunnars frá ólíkum tímaskeiðum er að finna í bókinni og sýnir vel hve hugfanginn Gunnar var af hinu óhlutbundna, tilraunakennda og formfagra.

Lesa meira