Fréttir

Islensku-safnaverdlaunin

Með verkum handanna er tilnefnd til Íslensku safnaverðlaunanna 2024 - 26.4.2024

Á sumardaginn fyrsta voru tilnefningar til Íslensku safnaverðlaunanna tilkynntar. Sýningin Með verkum handanna hlaut tilnefningu. Íslensku safnaverðlaunin eru viðurkenning sem fellur í skaut íslensku safni fyrir framúrskarandi starfsemi á sínu sviði.

Lesa meira
Myndasalur20ar-Polskasyning-opnun-16-3-2024-51

Góðir gestir á sýningaropnun á laugardag - 19.3.2024

Á laugardaginn voru opnaðar tvær sýningar í safninu: Pólskar rætur og Myndasalur í 20 ár.
Sendiherra Póllands, Gerard Pokruszyński opnaði sýningarnar og Lilja Alfreðsdóttir ráðherra flutti ávarp. 

Lesa meira

Prósent gerir þjónusturannsókn fyrir Þjóðminjasafnið - 19.3.2024

Þjóðminjasafnið er eitt þriggja höfuðsafna á Íslandi. Þjóðminjasafnið leggur mikla áherslu á að þjóna öllum þeim sem heimsækja okkur eða nýtja sér þjónustu okkar með öðrum hætti eins og best verður á kosið. 

Lesa meira

Með verkum handanna hlýtur Fjöruverðlaunin - 7.3.2024

Fjöruverðlaunin - bókmenntaverðlaun kvenna voru afhent í dag í Höfða. Með verkum handanna eftir Elsu E. Guðjónsson hlaut verðlaunin í flokki fræðirita. Lilja Árnadóttir tók við verðlaununum en hún ritstýrði bókinni og bjó til prentunar en Elsa lést árið 2010. Bókin byggir á áratugarannsóknum Elsu og var gefin út í október árið 2023, skömmu áður en samnefnd sýning opnaði í Þjóðminjasafni Íslands.
 
 
 
Lesa meira

Lilja Árnadóttir og Mörður Árnason eru tilnefnd til Viðurkenningar Hagþenkis - 8.2.2024

Hagþenkir hefur tilkynnt tilnefningar til Viðurkenningar Hagþenkis. Með verkum handanna var meðal þeirra tíu verka sem hlutu tilnefningu að þessu sinni. 

Lesa meira

Fjölmenningardeiglan: frásagnir pólskra Íslendinga - 11.1.2024

Fjölmenningardeiglan - pólskar rætur og daglegt líf á Íslandi er ný þjóðháttasöfnun um reynslu pólskra Ísendinga af íslensku samfélagi. Markmið þjóðháttasöfnunar Þjóðminjasafnsins er að safna upplýsingum um siði og venjur, hátíðisdaga og daglegt líf í íslensku samfélagi fyrir komandi kynslóðir.

Lesa meira

Með verkum handanna tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna - 1.12.2023

Með verkum handanna er tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna.

Lesa meira
Nesstofa

60 milljóna króna styrkur frá A.P. Møller sjóðnum til rannsóknarsamstarfs og sýningarhalds í Nesstofu - 20.11.2023

Danski sjóðurinn A.P. Møller og Hustru Chastine Mc-Kinney Møllers Fond til almene Formaal hefur ákveðið að styrkja nýtt rannsóknarverkefni og sýningu í Nesstofu sem tengist Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar um ríflega 60 milljónir króna. Mótframlag íslenska ríkisins er 45 milljónir króna sem menningar- og viðskiptaráðuneytið og háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið munu fjármagna í sameiningu.

Lesa meira

Samstarfsverkefni með Borgarsögusafninu í Varsjá - 15.11.2023

Þjóðminjasafn Íslands tekur nú um stundir þátt í samstarfsverkefni með Borgarsögusafninu í Varsjá. Verkefnið er unnið með styrk frá Uppbyggingarsjóði EES/EEA Grant. 

Lesa meira