Fréttir

Sérfræðingur við húsasafn Þjóðminjasafns Íslands - 28.9.2022

Auglýst er eftir sérfræðingi við húsasafn Þjóðminjasafns Íslands. Helstu verkefni starfsmanns tengjast viðhaldi á húsum í húsasafni Þjóðminjasafns og innviðauppbyggingu þeim tengdum. Í boði er nýtt og áhugavert starf á kjarnasviði safneignar þar sem hópur sérfræðinga vinnur að faglegu safnastarfi og þjóðminjavörslu, þ.e. söfnun, skráningu, varðveislu, rannsóknum og miðlun safneignar (myndir, munir, þjóðhættir og hús). Aðalstarfsstöð viðkomandi starfsmanns er á Tjarnarvöllum 11 í Hafnarfirði.

Lesa meira

Hallgerðarríma - 27.9.2022

Miðvikudaginn 28. september kl. 15 verður dagskrá helguð Hallgerði Gísladóttur þjóðfræðingi í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins. Þar verða flutt stutt ávörp, kveðskapur og kvæðalög, vísnasöngur o.fl. Kynnt verður fyrirhuguð ný og aukin útgáfa bókar Hallgerðar, Íslensk matarhefð ásamt 10 fræðigreinum. Bókin kom út árið 1999 og hefur lengi verið ófáanleg. Hún er aðalrit Hallgerðar og hlaut hún fyrir bókina viðurkenningu Hagþenkis. Hún var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna þegar hún kom út. Hægt er að panta eintak hér. https://form.123formbuilder.com/6122103. Verið öll velkomin.

Lesa meira

Sýningaropnun: Á elleftu stundu - 8.9.2022

Þjóðminjasafn Íslands býður til opnunar á sýningunni Á elleftu stundu laugardaginn 17. september kl. 14. Adam Grønholm, staðgengill sendiherra hjá danska sendiráðinu opnar sýninguna. Klukkan 13 verður sýningaspjall með þeim Kirsten Simonsen sýningarhöfundi og arkitektunum Poul Nedergaard Jensen og Jens Frederiksen en sá dagskrárliður mun fara fram á dönsku. Verið öll velkomin.

Lesa meira

Harpa Þórsdóttir er nýr þjóðminjavörður - 26.8.2022

Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra hefur skipað Hörpu Þórsdóttur til að gegna embætti þjóðminjavarðar.

Lesa meira

Drasl eða dýrgripir? - 7.6.2022

Í safninu eru nú til sýnis íslenskar umbúðir, sem Andrés Johnson rakari og safnari í Ásbúð í Hafnarfirði hirti. Án hans áhuga á hönnun væri þessi gripaheild ekki til. Sælgæti, tóbak, bón, happdrættismiðar, skömmtunarseðlar og fleira frá því um 1930-60.

Lesa meira

Sýningaopnun: Úr mýri í málm - 25.4.2022

Þjóðminjasafn Íslands býður til opnunar á sýningunni Úr mýri í málm laugardaginn 30. apríl kl. 14. Sýningin er unnin í samstarfi við Hurstwic LLC og Eiríksstaði. Verið öll velkomin.

Lesa meira

Sögur, samvera og sköpun - 13.4.2022

Sóley Ósk Hafberg Elídóttir kennari í Skóla Ísaks Jónssonar og Anna Leif Auðar Elídóttir safnkennari í Þjóðminjasafninu segja frá þemaverkefni nemenda skólans þar sem söfn eru notuð til að koma til móts við fjölbreyttar kennsluaðferðir og nálganir á viðfangsefni í kennslu. Fyrirlesturinn verður í fyrirlestrasal safnsins 26. apríl kl. 12 og í beinu streymi á YouTube.

Lesa meira

Skrifstofur lokaðar 11. apríl - 8.4.2022

Skrifstofur Þjóðminjasafnsins í Vesturvör 16-20 og á Tjarnarvöllum 11 verða lokaðar mánudaginn 11. apríl, vegna starfsdags. 

Lesa meira

Páskar 2022 - 30.3.2022

Verið velkomin á Þjóðminjasafn Íslands í páskafríinu. Safnið er opið alla daga frá kl. 10 - 17 nema á páskadag er opið frá kl. 10 - 14 og lokað annan í páskum. Heimsókn í safnið er skemmtileg og fræðandi fyrir alla fjölskylduna og við bjóðum uppá margs konar leiðir til að upplifa sýningarnar okkar. Ókeypis fyrir börn yngri en 18 ára.

Lesa meira

Ratsjáin á Straumnesfjalli var lítill angi af sögu sem er löngu lokið - og þó ekki - 24.3.2022

Í tilefni af ljósmyndasýningunni Straumnes sem sýnir leifar ratsjárstöðvar bandaríska hersins verður Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra og sérfræðingur í utanríkis- og varnarmálum með hádegisfyrirlestur í Þjóðminjasafninu 1. apríl næstkomandi. Fyrirlesturinn fjallar um öryggismál Íslands í sögu og samtíma og heitir Ratsjáin á Straumnesfjalli var lítill angi af sögu sem er löngu lokið - og þó ekki. Fyrirlestrinum verður einnig í streymi hér á YouTube rás safnsins.

Lesa meira